Manifesto

Heimildarmyndaklúbburinn Hómer var stofnaður 2007 af nokkrum góðum vinum. Tilgangur klúbbsins er að hafa uppi á og horfa á heimildarmyndir, spjall, snakk át og bjórdrykkja. Ekki endilega í þessari röð. Hittingur er öllu jafna á þriggja vikna fresti og velur undirritaður tvær myndir til að sýna, svo mæta þeir bara sem hafa áhuga. Ég reyni oftast að hafa þema, þ.e.a.s. tvær myndir um sama eða svipað efni, nema þegar Óskarsmyndirnar eru teknar fyrir tvisvar á ári.

Heimildarmyndin er elsta form kvikmynda en hefur orðið undir í samkeppni við skáldskap Hollywood. Þó hefur Michael nokkur Moore komið heimildarmyndunum aftur á kortið með myndum eins og Bowling for Columbine. Stafræna tæknin hefur líka spilað stórt hlutverk því nú geta flestir gripið myndavél tekið og klippt í tölvunni heima hjá sér og hefur það gert það af verkum að griðarleg gróska hefur verið í greininni undafarin ár. Við í Hómer njótum góðs af þessari þróun og erum bara nokkuð sáttir við það.

Tilgangur klúbbsins er að hittast, horfa á góðar og áhugaverðar myndir og spjalla um þær yfir köldum bjór.

Góðar stundir klaufabárðar

Herbert Sveinbjörnsson

Einræðisherra Hómers