Fyrsti pistill Hómers þykir góður

Fyrsti pistill klúbbsins fær góða dóma hjá Sigríði Pétursdóttur umsjónarmanni Kviku.

Verður þar af leiðandi fluttur í næsta þætti laugardaginn 5. apríl.

„FRÁBÆRT! Skemmtilegt, fróðlegt og vel unnið. Ég bið sannarlega ekki um meira :o) Flutningurinn er líka rosa flottur, aldeilis ekki eins og þú sérst að lesa inn pistil í fyrsta sinn? Þú hefur kannski gert þetta áður? Hver er hinn sem er með þér? Ekkert mál með lengdina, ég stytti bara eitthvað annað eða sleppi úr lagi.

Sem sagt, eins og þú heyrir vil ég gjarna nota þetta í þáttinn minn. Spurning hvernig þú vilt að ég kynni ykkur inn? Og full nöfn þarf ég líka.

Bestu kveðjur og takk fyrir mig!

Sigga“

Gaman að þessu.

Hebbi

1 ummæli

  1. Glæsilegt. Það verður gaman að heyra þennan fyrsta pistil.

Rita ummæli