Sticky: Klúbbakvöld miðvikudaginn 20.05.2008

Þar sem þáttaka kosningarinnar var undir lögbundnu lágmarki lýsi ég þeim hér með ógildum, tek upp fyrri einræðislega tilburði og smíða dagskránna alveg sjálfur og eftir eigin höfði. s.s. Dagskrá næsta klúbbs er svo hljóðandi:

20.00 Manda Bala Brazil 85 min.

21.30 Land of look behind USA 90 min.

23.00 Bjór og allt það

send a bulletMarley

Góðar stundir etc. etc.

Hebbi

3 ummæli

  1. Lengi lifi kóngurinn.

  2. Úff, þið sem misstuð að þessu getið huggað ykkur við það að þetta voru ekki góðar myndir. Reyndar erum við varla dómbærir á hvort Land of look behind sé góð því við vorum í mestu vandræðum að skilja hvað menn sögðu. Heyrðum bara Jah rastafarah annað slagið.

    Hebbi

  3. Já, þetta var frekar misheppnað og það heyrðist jafnvel á Ölstofunni í gær að menn voru byrjaðir að plotta hallarbyltingu ef einræðisherranum væri farið að förlast svo mikið.

    Held að maður geti lýst eiginelga talinu í Land of look behind, að manni leið eins og að vera staddur í partý með helling af fullum Finnum sem væru að tala frekar óðamála og af ástríðu, og eina orðið sem maður náði í þeirri umræðu væri orðið vodka.

Rita ummæli