Hómer á hátíð?

Helgina 9.-12. maí stendur yfir Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg 2008 á Patreksfirði. Þar verður viðstaddur Albert nokkur Waysles. Hann hefur unnið sér það til frægðar að gera myndir eins og Gimme Shelter, Salesman og Grey Gardens. Undirritaður hefur þó aðeins séð tvær fyrrnefndu en hlakka til að sjá Grey Gardens og nýjustu myndina hans The Gates sem allar verða sýndar á hátíðinni og mun Albert heiðra gesti með nærveru sinni.

Albert Waisles

Ég er þeirrar skoðunar að heimildamyndaklúbburinn Homer verði að vera viðstaddur, gera pistill og blogga um atburðinn. Ég, Ottó og Neddi ætlum að mæta og vonumst til að sem flestir ykkar komi með. Eins og fyrr segir er þetta helgina 9. til 12. maí þannig það er bara að merkja þetta inn í dagbókina og byrja að safna fyrir óhóflegri bjór og popp neyslu.

Góðar stundir klaufabárðar

Hebbi

4 ummæli

  1. Ég held að þetta sé atburður sem að Hómer hreinlega geti ekki sleppt.

    Ég hafði hugsað mér að setja mig í samband við aðstandendur hátíðarinnar og athuga grundvöll á smá samstarfi og er einmitt gott að geta bent á kvikupistilinn okkar í því samhengi.

    Og svo munum við að sjálfsögðu blogga um hátíðina á meðan henni stendur, þ.e. ef við verðum í netsambandi þarna á hjara veraldar.

  2. Góð hugmynd.

  3. Miðað við það sem að stendur á heimasíðu hátíðarinnar þá er þráðlaust net í bíóinu og ætti því að vera hægðarleikur að blogga nánast jafnóðum um það sem að fyrir augu ber.

  4. ‘Eg mun fara með og er til í slaginn.

Rita ummæli